Íþróttablaðamaðurinn Saddick Adams, segir liðsfélaga ganverska knattspyrnumannsins Christian Atsu hjá Harayspor í Tyrklandi hafa staðfest að hann hafi fundist á rústum byggingar þar í landi eftir að jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt.
Adams greinir ekki frá ástandi Atsu en segir hann hafa verið fluttan á nærliggjandi sjúkrahús. Hann segist vera í stöðugu sambandi við umboðsteymi Atsu, sem á sínum tíma var á mála hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum Chelsea og Newcastle United.
„Liðsfélagi Atsu hefur staðfest við þá að hann sé fundinn og hafi verið fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. Búist er við yfirlýsingu frá félagsliði hans fljótlega.“
Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.
Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7.
Atsu er 31 árs gamall en hann kom árið 2013 til Chelsea en spilaði aldrei í deild fyrir félagið, hann var lánaður til Vitesse, Everton, Bournemouth, Malaga og Newcastle áður en hann fór frá félaginu.
I’m still in contact with Christian Atsu’s management. A teammate of Atsu has confirmed to them, the player has been found and taken to the hospital.
They expect an official statement from his club soon.
Prayers still with him and everyone. Trust God he is safe 🙏 pic.twitter.com/J9GFZyac2O
— Saddick Adams (@SaddickAdams) February 6, 2023