fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hvað hefði gerst ef stig yrðu dregin af Manchester City 2009-2018? – Sagan í nýju ljósi

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 22:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að enska úrvalsdeildin hefði ákært Manchester City í yfir 100 liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í dag. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

Fjölmargir hafa kallað eftir því að þeir titlar sem Manchester City vann á þessu tímabili verði teknir af þeim, ef sú drastíska skoðun yrði að veruleika myndi margt breytast í sögubókunum.

Sérfræðingar Daily Mail hafa, í ljósi þessara vendinga, birt samantekt sína á því hvernig landslagið þessi tímabil hefði legið ef niðurstaðan yrði með aðeins vægari aðgerðum. Það fælist í því að 20 stig yrðu dregin af Manchester City af heildarstigafjölda liðsins á hverju tímabili sem félagið gæti orðið dæmt fyrir að hafa brotið reglur um fjármál félaga. Sjá má niðurstöðuna hér fyrir neðan:

Tímabilið 2009-2010

  1. sæti: Chelsea (meistarar) – 86 stig
  2. sæti: Man United – 85 stig 
  3. sæti: Arsenal – 75 stig
  4.  sæti: Tottenham – 70 stig

    10. sæti: Man City – 47 stig

Á þessu fyrsta umrædda tímabili hefði það ekki mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar að 20 stig yrðu dregin af Manchester City þar sem liðið rétt missti af Meistaradeildarsæti það tímabilið þar sem leikur gegn Tottenham, sem tapaðist 1-0 hafði sitt að segja fyrir knattspyrnustjórann Roberto Mancini og lærisveina hans.

Tuttugu stiga frádráttur á heildar stigafjölda Manchester City þetta tímabilið myndi hins vegar valda því að liðið myndi enda í 10. sæti og þar af leiðandi misst af þátttöku í öllum Evrópukeppnum.

Roberto Mancini/ GettyImages

Tímabilið 2010-2011

  1. sæti: Man United (meistarar) – 80 stig
  2. sæti: Chelsea – 71 stig
  3. sæti: Arsenal – 68 stig
  4. sæti: Tottenham – 62 stig8. sæti: Man City – 51 stig 

Umrætt tímabil var það fyrsta í sögu Manchester City sem félagið náði að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu með því að enda í 3. sæti deildarinnar, með sama stigafjölda en lakari markatölu en Chelsea sem endaði í 2. sæti.

Yrðu 20 stig tekin af Manchester City þetta tímabilið myndi liðið enda í 8. sæti umrætt tímabil og hefði aftur misst af þátttöku í öllum Evrópukeppnum. Vendingarnar hefðu fengið góðan hljómgrunn hjá stuðningsmönnum Tottenham sem hefðu þar með séð lið sitt færast upp í Meistaradeildarsæti.

Tímabilið 2011-2012

  1. sæti: Man United (meistarar) – 89 stig
  2. sæti: Arsenal – 70 stig
  3. sæti: Manchester City – 69 stig (+64 markahlutfall)
  4. sæti: Tottenham – 69 stig (+25 markahlutfall)

Þetta tímabil er, að mati blaðamanna Daily Mail, það tímabil sem mesti skellurinn hefði komið fyrir Manchester City yrðu tuttugu stig dregin af liðinu. Á umræddu tímabili varð félagið Englandsmeistari, þetta er tímabilið þar sem mark Sergio Aguero í uppbótartíma gegn Q.P.R.  sá til þess að Englandsmeistaratitillinn endaði í bláa hluta Manchesterborgar í stað þess rauða.

Með tuttugu stiga frádrætti yrði markið til einskis því Manchester City myndi enda í 3. sæti deildarinnar með 69 stig, það sama og Tottenham í 4. sæti en betra markahlutfall. Til að gera hlutina enn verri myndi Englandsmeistaratitillinn enda hjá nágrönnunum í Manchester United.

Mark Aguero mun lifa lengi / GettyImages

Tímabilið 2012-2013

  1. sæti: Man United (meistarar) – 89 stig
  2. sæti: Chelsea – 75 stig
  3. sæti: Arsenal – 73 stig
  4. sæti: Tottenham – 72 stig8.sæti: Manchester City – 58 stig 

Á þessu tímabili átti Manchester City titil að verja og á endanum var niðurstaðan sú að félagið laut í lægra haldi fyrir Manchester United í baráttunni og endaði í 2. sæti. Með tuttugu stiga frádrætti færu hlutirnir þó úr því að vera vondir yfir í að vera verri fyrir félagið sem myndi þar með enda í 8. sæti deildarinnar.

Enn og aftur yrði það Tottenham sem myndi græða á þeirri niðurstöðu og skjótast upp í 4. sæti deildarinnar.

Tímabilið 2013-2014

  1. Liverpool (meistarar) – 84 stig
  2. Chelsea – 82 stig
  3. Arsenal – 79 stig
  4. Everton – 72 stig7. sæti: Manchester Cty – 66 stig

Tímabilið sem hefur oft verið kennt við atvikið þar sem Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool skrikar fótur í toppbaráttuleik gegn Chelsea, atvik sem um leið setti stórt strik í reikninginn fyrir möguleika Liverpool á Englandsmeistaratitlinum. Liverpool tapaði stigum í umræddum leik og Manchester City nýtti sér það, tyllti sér á toppinn og varð að lokum Englandsmeistari.

Færi hins vegar svo að Manchester City yrði refsað og tuttugu stig dregin af þeim yrði staðan þannig að Gerrard yrði Englandsmeistari rétt eins og Liverpool. Manchester City myndi hins vegar falla niður í 7. sæti.

Gerrard í leiknum gegn Chelsea / GettyImages

Tímabilið 2014-2015

  1. Chelsea (meistarar) – 87 stig
  2. Arsenal – 75 stig
  3. Man United – 70
  4. Tottenham – 64 stig8. sæti: Manchester City – 59 stig

Ár sem myndi falla í gleymskuna hvort eð er hjá Manchester City. Þetta var tímabilið þar sem José Mourinho og lærisveinar hans hjá Chelsea völtuðu yfir ensku úrvalsdeildina.

Það segir sig nánast sjálft að Tottenham myndi græða á tuttugu stiga frádrætti af heildarstigafjölda Manchester City sem þyrfti að sætta sig við að falla niður í 8. sæti

Tímabilið 2015-2016

  1. Leicester City (meistarar) – 81 stig
  2. Arsenal – 71 stig
  3. Tottenham – 70 stig
  4. Man United – 66 stig13. sæti: Manchester City – 46 stig

Öskubusku tímabil Leicester City sem varð að lokum Englandsmeistari undir stjórn Ítalans Claudio Ranieri. Manchester City var hvergi nálægt toppi deildarinnar á þessu tímabili undir stjórn Manuel Pellegrini og rétt náði að enda í 4. sæti að lokum.

Tuttugu stiga frádráttur myndi hins vegar valda því að liðið myndi falla niður í 13. sæti með 46 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti.

GettyImages

Tímabilið 2016-2017

  1.  Chelsea (meistarar) – 93 stig
  2.  Tottenham – 86 stig
  3.  Liverpool – 76 stig
  4.  Arsenal – 75 stig8. sæti: Manchester City – 58 stig

Fyrsta tímabil Manchester City undir stjórn Pep Guardiola og bjuggust margir við því að liðið myndi berjast um titilinn um leið. Það varð hins vegar ekki raunin og endaði Manchester City í 3. sæti þetta tímabilið, vel á eftir Chelsea og Tottenham sem hirtu efstu tvo sætin til sín.

Tuttugu stiga frádráttur myndi þýða að Manchester City færðist niður í 8. sæti deildarinnar og myndi Arsenal græða á því með Meistaradeildarsæti.

Tímabilið 2017-2018

  1. Man United (meistarar) – 81 stig
  2. Manchester City – 80 stig
  3. Tottenham – 77 stig
  4. Liverpool – 75 stig

Um er að ræða algjört yfirburðar tímabil hjá Manchester City og segir það sitt að tuttugu stiga frádráttur myndi fella liðið niður í 2. sæti, einu stigi á eftir Manchester United sem yrði Englandsmeistari.

Þar með hefði Manchester United orðið Englandsmeistari undir stjórn Jose Mourinho,

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur