Ekki eru allir að kaupa þá afsökun Pep Guardiola að ferðalag til Lundúna sé ein af ástæðum þess að liðið tapaði gegn Tottenham í gær.
Guardiola steig fram eftir leikinn í gær og fór að tala um að erfitt væri orðið að ferðast til Lundúna.
„Að koma til London er eins og að ferðast til Norður Evrópu,“ sagði Guardiola eftir leik.
„Það tekur fjóra og hálfan tíma að komast frá Manchester á hótelið í London, það er svo þreytandi að koma til London. Því miður.“
„Við þurfum að fara aftur til Manchester og undirbúa leik gegn Aston Villa.“
Tapið gegn Tottenham gæti verið dýrkeypt fyrir City en liðið er fimm stigum á eftir toppliði Arsenal sem tapaði gegn Everton á laugardag.