Real Madrid tapaði óvænt í spænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Mallorca á útivelli.
Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Nacho Fernandez en hann skoraði sjálfsmark fyrir gestina.
Úrslitin eru ansi slæm fyrir Real sem er nú átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem lék við Sevilla í kvöld.
Barcelona var ekki í vandræðum og vann 3-0 heimasigur og er í sterkri stöðu í toppbaráttunni.
Mallorca 1 – 0 Real Madrid
1-0 Nacho Fernandez(sjálfsmark)
Barcelona 3 – 0 Sevilla
1-0 Jordi Alba
2-0 Gavi
3-0 Raphinha