Sergio Ramos, góðvinur Cristiano Ronaldo, er ekki á því máli að Portúgalinn sé besti leikmaður frá upphafi.
Ramos og Ronaldo léku lengi vel saman hjá Real Madrid og þurftu þá að mæta Lionel Messi sem lék með Barcelona.
Í dag spilar Messi með Paris Saint-Germain líkt og Ramos og hafa þeir náð nokkuð vel saman hjá félaginu.
Ramos er kominn á Messi-vagninn og segir að hann sé sá besti frá upphafi, frekar en Ronaldo.
,,Ég þurfti að þjást í mörg ár með því að spila gegn Messi,“ sagði Ramos í samtali við heimasíðu PSG.
,,Nú fæ ég að njóta þess að spila með honum. Hann er besti leikmaðurinn sem fótboltinn hefur skapað.“