Phil Jones, leikmaður Manchester United, er ekki hluti af leikmannahóp liðsins og á svo sannarlega ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur tjáð sig um stöðuna en Jones er ekki nefndur sem leikmaður liðsins fyrir keppnisleiki.*
Jones er þrítugur að aldri en frá árinu 2019 hefur hann aðeins spilað fjóra deildarleiki og er mikið meiddur.
Jones hefur verið hjá Man Utd frá árinu 2011 og hefur þénað vel án þess að gera mikið inni á vellinum.
,,Hann er meiddur allt tímabilið, ég get ekki sagt hvort hann spili aftur á tímabilinu,“ sagði Ten Hag.
,,Það sem ég get sagt er að hann hefur ekki verið til staðar á æfingu alveg frá fyrsta degi, það er ekki möguleiki fyrir hann að jafna sig snögglega og vera snögglega tilbúinn.“