David de Gea sendi skýr skilaboð á Twitter í kvöld eftir leik liðsins við Crystal Palace.
Það var hart tekist á í leiknum og fékk Casemiro, leikmaður Man Utd, að líta rautt spjald eftir slagsmál við hliðarlínuna.
Fleiri leikmenn fóru yfir strikið í látunum og virtist Jordan Ayew taka Fred, leikmann Man Utd, hálstaki.
De Gea birti ‘GIF’ mynd af Jose Mourinho, fyrrum stjóra Rauðu Djöflana, þar sem hann lætur fræg ummæli falla.
De Gea bendir á að hann komist í vandræði ef hann tjáir sig, líkt og Mourinho gerði á sínum tíma.
— David de Gea (@D_DeGea) February 4, 2023
———–