Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með liðinu í fyrri leiknum gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.
Það er gríðarlegur skellur fyrir PSG en Mbappe meiddist á miðvikudag í leik gegn Montpellier.
Þessi 23 ára gamli leikmaður haltraði illa eftir leikinn og verður ekki klár fyrir leikinn sem fer fram þann 14. febrúar.
Mbappe er einn allra mikilvægasti leikmaður PSG og þykir vera einn besti sóknarmaður heims ef ekki sá besti.
PSG hefur staðfest að meiðslin séu nokkuð slæm og er búist við að hann verði frá keppni í þrjár vikur.