fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Harðorður Víðir segir að mesta niðurlæging Íslandssögunnar sé í aðsigi – „Staðan í þessum málum er landi og þjóð til skammar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 12:00

Víðir hefur í mörg ár verið einn færasti blaðamaður landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn Víðir Sigurðsson skrifar ansi harðorðan Bakvörð í Morgunblað í dag. Þar gagnrýnir hann aðbúnað íslensks landsliðsfólks hér heima og stöðu mála er snýr að Þjóðarhöll- og leikvangi.

„Sú stund þegar Ísland þarf að spila sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu nálgast hægt og bítandi. Við vitum ekki nákvæmlega enn þá í hvaða íþróttagrein það verður,“ skrifar Víðir.

Á dögunum kynntu ríki og borg áætlanir um að reisa nýja fimmtán milljarða þjóðarhöll. Vonir standa til um að framkvæmdir hefjist á næsta ári og ljúki í árslok 2025. Umræðan hefur þó lengi verið í gangi. Málin virðast þokast hægt áfram þegar snýr að leikvangi fyrir knattspyrnulandsliðin.

„Nægja áætlanir um nýja þjóðarhöll til þess fá undanþágur fyrir heimaleikina í handbolta og körfubolta næstu tvö árin? Og verður sú ágæta höll komin af teikniborðinu og orðin að veruleika eftir þrjú ár? Verður hægt með einhverjum dýrum töfrabrögðum að spila umspilsleiki í fótbolta á Laugardalsvellinum í mars árin 2026 eða 2027?“ spyr Víðir.

Hann bendir á að frábær aðstaða sé í bæum í Noregi og Svíþjóð, þó svo að þeir séu ekki þeir stæstu.

„Hvers vegna í ósköpunum er sambærileg aðstaða ekki komin hér á landi fyrir löngu síðan? Árið er 2023 og ekki einu sinni búið að taka skóflustungu. Staðan í þessum málum er landi og þjóð til skammar. Það er gömul tugga. En þegar að því kemur að Ísland spilar heimaleik í Þórshöfn í Færeyjum eða Kristianstad í Svíþjóð verður það einhver mesta niðurlæging Íslandssögunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar