Jorginho gekk í gærkvöldi í raðir Arsenal frá Chelsea.
Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.
Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.
Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.
Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.
Ljóst er að ítalski miðjumaðurinn er kominn yfir sitt allra besta og hafa einhverjir stuðningsmenn Arsenal áhyggjur af hraða leikmannsins.
Jorginho þykir hægur og myndband af honum hlaupa við hlið dómara í leik með Chelsea hefur farið eins og eldur um sinu um internetið eftir að skipti leikmannsins gengu í gegn.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Jorginho isn’t even faster than the Referee 😭😭😭pic.twitter.com/gDqUIj4Swv
— Funny Football Moments (@FunnyFTMoments) January 31, 2023