Enzo Fernandez gekk í raðir Chelsea frá Benfica á tæpar 107 milljónir punda. Miðjumaðurinn skrifar undir átta og hálfs árs samning.
Skiptin áttu sér stað rétt áður en félagaskiptaglugganum var skellt í lás klukkan 23 í gærkvöldi.
Um dýrustu félagaskipti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er að ræða. Fyrir voru það skipti Jack Grealish frá Aston Villa til Manchester City á 100 milljónir punda sumarið 2021.
Fernandez er jafnframt orðinn sjötti dýrasti leikmaður sögunnar. Hann deilir því sæti með Antoine Griezmann, sem kostaði jafnmikið er hann fór frá Atletico Madrid til Barcelona árið 2019.
Fernandez fór á kostum með Benfica í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og heillaði með argentíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Neymar (Barcelona – Paris St-Germain) á 200 milljónir punda 2017
Kylian Mbappe (Monaco – Paris St-Germain) á 166 milljónir punda 2017
Philippe Coutinho (Liverpool – Barcelona) á 142 milljónir punda 2018
Ousmane Dembele (Borussia Dortmund – Barcelona) á 135 milljónir punda 2017
Joao Felix (Benfica – Atletico Madrid) 113 milljónir punda 2019
Antoine Griezmann (Atletico Madrid – Barcelona) á 107 milljónir punda 2019
Enzo Fernandez (Benfica – Chelsea) á 107 milljónir punda 2023