Arsenal mun ekki fá Moses Caicedo til sín frá Brighton í þessum glugga þar sem síðarnefnda félagið haggast ekki í viðræðum.
Skytturnar hafa á undanförnum dögum boðið tvö tilboð, upp á 60 og 70 milljónir punda, í miðjumanninn en Brighton hefur staðið fast á sínu: Leikmaðurinn er ekki fáanlegur í janúar.
Arsenal vildi fá mann inn á miðjuna til að auka breiddina þar. Mohamed Elneny er meiddur og Thomas Partey tæpur.
Félagið er hins vegar að fá einn slíkan. Jorginho er við það að ganga í raðir félagsins frá Chelsea.
Arsenal mun greiða Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.
Jorginho verður kynntur til leiks hjá Arsenal á allra næstunni.
🚨 Understand Moisés Caicedo deal with Arsenal is now completely off. No further talks will follow. #DeadlineDay
Brighton never changed their stance: no intention to accept £60m or £70m proposals. Plan has always been to keep Caicedo.
Arsenal will announce Jorginho soon. pic.twitter.com/uagUr2wypl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023