Búið er að draga í 5. umferð enska bikarsins og segja má að nokkrar athyglisverðar viðureignir gætu verið fram undan. Það má einna helst segja um viðureign þar sem utandeildarliðið Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, gæti fengið heimsókn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham.
Wrexham á fyrir höndum endurtekin leik á útivelli gegn enska B-deildar liðinu Sheffield United en liðin skildu jöfn um nýliðna helgi 3-3 og þurfa því að endurtaka leikinn.
Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City fengu útileik gegn Bristol City á meðan að Manchester United mun taka á móti sigurvegaranum í leik Derby County og West Ham United sem er nú í gangi.
5. umferð enska bikarsins:
Southampton vs. Luton eða Grimsby
Leicester vs Blackburn eða Birmingham
Stoke vs Brighton
Wrexham eða Sheffield United vs Tottenham
Fulham eða Sunderland vs Leeds
Bristol City vs Manchester City
Manchester United vs Derby eða West Ham
Ipswich or Burnley vs Sheffield Wednesday eða Fleetwood