Chelsea hefur fengið frábærar fréttir fyrir leik gegn Fulham sem fer fram þann 3. febrúar næstkomandi.
The Telegraph greinir frá en gengi Chelsea á tímabilinu hefur í raun verið fyrir neðan allar hellur.
Bakverðirnir Reece James og Ben Chilwell verða klárir í þann leik og eru búnir að jafna sig af meiðslum.
Báðir leikmennirnir voru fjarverandi á síðasta ári er England spilaði á HM í Katar og var það vegna meiðsla.
Það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir Chelsea og það styttist einnig í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Dortmund.