Grindavík ætlar sér stóra hluti í Lengjudeild karla næsta sumar og stefnir upp í efstu deild.
Liðið er búið að styrkja sig verulega í vetur og fékk enn einn liðsstyrkinn í dag frá Leini Reykjavík.
Varnarmaðurinn öflugi Bjarki Aðalsteinsson skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík.
UIm er að ræða leikmann sem lék í Bestu deild karla með Leikni síðasta sumar og alls 24 leiki.
„Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn í þetta sögufræga félag. Ég finn fyrir miklum krafti og metnaði hjá klúbbnum og hlakka til að leggja mitt af mörkum. Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá Grindavík,“ segir Bjarki eftir undirskriftina.