Kieran Trippier er búinn að skrifa undir nýjan samning við Newcastle sem gildir til ársins 2025.
Þetta var staðfest í kvöld en Trippier er einn mikilvægasti leikmaður Newcastle sem er á hraðri uppleið.
Newcastle er allt í einu mætt í Meistaradeildarbaráttu á Englandi og situr í þriðja sæti deildarinnar.
Trippier er fyrrum leikmaður Tottenham og Burnley en kom til Newcastle frá Atletico Madrid í fyrra.
Síðan þá hefur bakvörðurinn fest sig í sessi sem einn sá besti í sinni stöðu á Englandi.