Eddie Howe er að gera alveg geggjaða hluti með lið Newcastle sem er í Meistaradeildarbaráittu.
Fáir ef einhverjir bjuggust við að Newcastle yrði í toppbaráttunni á tímabilinu og hefur liðið komið verulega á óvart.
Newcastle gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace síðasta laugardag og var þetta 15. leikur liðsins í röð án þess að tapa.
Englendingurinn Howe varð um leið sá fyrsti frá sínu landi til að ná þeim árangri og bætir met Alan Pardew sem vann einnig hjá Newcastle.
Howe hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt hjá Newcastle og liggur leiðin aðeins upp á við miðað við frammistöðuna undanfarnar vikur.