Calum Chambers, leikmaður Aston Villa, á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu samkvæmt nýjustu fregnum.
Chambers er 28 ára gamall en hann kom til Villa frá Arsenal í janúar í fyrra og var búist við miklu.
Varnarmaðurinn er þó ekki í uppáhaldi hjá Unai Emery, stjóra Villa, sem vill fá að eyða meira í janúar.
Chambers hefur aðeins spilað sjö sinnum á þessu tímabili en hann á að baki þrjá landsleiki fyrir England og þykir nokkuð öflugur.
Mirror segir að Chambers sé kominn á sölulistann hjá Villa og er líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik.