Leeds hefur lagt fram fyrsta tilboð í miðjumanninn Weston McKennie hjá Juventus. Hljóðar það upp á 28 milljónir evra.
McKennie hefur verið sterklega orðaður við Leeds undanfarið. Hann er þegar sagður hafa náð samkomulagi við félagið en eiga Juve og Leeds eftir að ná saman.
Það virðist hins vegar þokast í rétta átt með fyrsta tilboði Leeds. Ítalska stórveldið vill þó 35 milljónir evra.
McKennie er bandarískur landsliðsmaður sem hefur reglulega komið við sögu með Juventus á þessari leiktíð.
Þá á hann að baki 41 A-landsleik fyrir þjóð sína.
Negotiations continue between Leeds and Juventus for Weston McKennie as opening bid has been made for €28m, Juventus want €35m fee 🚨⚪️ #LUFC
McKennie has already agreed personal terms with Leeds. pic.twitter.com/Imog3q7rpF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2023