Jesse Lingard, leikmaður Nottingham Forest, sagði á dögunum að hann væri opinn fyrir því að leika í bíómyndum í framtíðinni.
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er aðeins þrítugur en er farinn að huga að næstu skrefum eftir að knattspyrnuferlinum lýkur.
Lingard hefur nú opinberað að hann væri til í að leika í bíómyndum í framtíðinni.
Myndi hann þar með feta í fótspor fyrrum knattspyrnumanna á borð við David Beckham.
Beckham lék bæði í The Man from U.N.C.L.E. og síðar í King Arthur: Legend of the Sword.
Knattspyrnugoðsögnin er þó ekki sú eina sem hefur fetað þennan veg eftir ferilinn.
Eric Cantona er til að mynda þekktur leikari. Þá hafa menn á borð við Pele, Frank Leboeuf, Vinnie Jones og Ally McCoist einnig leikið.