Bandaríkjamaðurinn Chris Armas, fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United hefur nú verið ráðinn aðstoðarþjálfari Leeds United og mun þar starfa við hlið samlanda síns Jesse Marsch, knattspyrnustjóra félagsins.
Armas var ráðinn aðstoðarþjálfari Manchester United á sama tíma og Ragn Rangnick var ráðinn bráðabirgðaknattspyrnustjóri liðsins. Segja má að Armas hafi ekki notið mikillar virðingar meðal leikmanna og stuðningsmanna Manchester United .
Mál í tengslum við hann rataði á alla helstu miðla á sínum tíma þar sem greint var frá því, samhliða fréttum af því að leikmenn Manchester United töldu Rangnick nota gamaldags aðferðir á æfingasvæðinu, að þeir líktu téðum Armas, sem stjórnaði meirihluta æfinga hjá Manchester United á sínum tíma, við karakterinn Ted Lasso úr samnefndum sjónvarpsþáttum.
Í þáttunum er fylgst með Ted Lasso, þjálfara sem kemur úr amerískum fótbolta og tekur við enska knattspyrnuliðinu AFC Richmond.
Jesse March, knattspyrnustjóri Leeds United er hins vegar himinlifandi að vera búinn að fá Armas í sitt þjálfarateymi en þeir hafa áður starfað saman, hjá New York Red Bulls á árunum 2015-2018.
„Hann er frábær viðbót við starfslið okkar og kemur inn með mikla reynslu. Hafandi starfað með honum áður er ég viss um að hann muni hjálpa okkur að bæta okkur á hverjum degi.“
Leeds United have confirmed the appointment of former Manchester United assistant coach Chris Armas to Jesse Marsch’s backroom team.#LUFC | #MUFC
More from @PhilHay_ https://t.co/GUrZIZmZbj
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 25, 2023