Athony Gordon, leikmaður Everton, hefur verið sterklega orðaður við Newcastle undanfarið.
Kappinn er aðeins 21 árs gamall og þykir mikið efni. Talið er að Everton sé opið fyrir því að selja hann fyrir 40 milljónir punda, en tvö og hálft ár eru eftir af samningi hans.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í það hvort Gordon gæti verið að koma til félagsins.
„Ég get ekki sagt ykkur neitt. Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þennan leik (leik við Southampton í undanúrslitum deildarbikarsins) í tvo daga,“ svaraði Howe og var klárlega ekkert til í að gefa upp um stöðu mála.
Gordon getur spilað á köntunum og fyrir aftan framherja.
Á þessari leiktíð hefur hann spilað sextán leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk.