Marcus Rashford er að eiga frábært tímabil í búningi Manchester United.
Eftir að hafa átt erfitt uppdáttar undanfarin ár hefur kappinn stigið upp á þessari leiktíð. Hefur hann skorað 17 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum.
Um helgina skoraði Rashford fyrir United gegn Arsenal. Dugði það ekki til þar sem liðið tapaði 3-2. Rauðu djöflarnir sitja í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig.
Nú hefur Rashford birt af sér mynd í einhvers konar ísbaði í aðdraganda leiksins við Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
„Endurheimt,“ skrifar hann við myndina. Um ísklefa er að ræða og fyrir aftan hann virðist standa að hann sé -113 gráðu kaldur.
Forest tekur á móti United í fyrri leik liðanna klukkan 20 í kvöld.