fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Heimir tjáir sig um endalok samstarfsins á Hlíðarenda – „Menn voru ekki tilbúnir að fara þá leið sem ég vildi fara“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 10:30

Heimir Guðjónsson er þjálfari FH / Mynd: Torg/ Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í Bestu deildinni var gestur í nýjasta þætti 433.is sem var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi. Þar fór Heimir yfir vítt svið, meðal annars tíma sinn og viðskilnaðinn við Val þar sem hann segir menn ekki hafa verið tilbúna að fara þá leið sem hann hafi viljað fara og endurkomuna í FH.

Heimir var kynntur sem nýr þjálfari FH í nóvember á síðasta ári og segir hlutina hafa farið vel af stað sem þjálfari FH.

„Bara vel, byrjuðum 1. desember að æfa, tókum þrjár vikur og það var bara fínt að kynnast mannskapnum og þetta var allt á léttu nótunum þá. Svo byrjuðum við aftur í byrjun janúar og þá hefst þetta formlega undirbúningstímabil. Hægt og bítandi erum við að æfa vel og reyna bæta okkur.

Heimir var kynntur með pompi og prakt hjá FH en þetta er í annað skiptið sem hann tekur við liði félagsins. Heimir stýrði FH frá 2008 til 2017 og varð liðið á þeim tíma fimm sinnum Íslandsmeistari en var að lokum rekinn frá félaginu 2017. Hann viðurkennir að móttökunar í endurkomunni í nóvember í fyrra hafi verið frábærar.

,,Það var geggjað, ég verð að viðurkenna það. Maður var í raun bara hálf klökkur. Daginn áður var farið að tala um að það ætti að kynna mig svona til leiks. Ég taldi að það myndu kannski í kringum þrjátíu manns mæta á  svæðið og að þetta yrði á rólegu nótunum en svo mætti maður þarna og þurfti að skáskjóta sér inn í salinn. Geggjaðar móttökur og ég ætla vona að ég nái að standa undir þeim.“

video
play-sharp-fill

Það búi mikð í FH, stuðningsmenn félagsins hafi einnig sannað það á síðasta tímabili þegar illa gekk hvað í þá var spunnið.

„Við sáum það í fallbaráttunni, þessari úrslitakeppni, að aðdáendur FH sem  hafa verið frábærir í gegnum tíðina voru duglegir að mæta á völlinn og sýna frábæran stuðning. Baklandið í FH er og hefur alltaf verið sterkt.“

Heimir var látinn fara frá Valsmönnum í júlí í fyrra eftir að sæti hans hafði verið heitt eftir slæmt gengi í Bestu deildinni. Heimir hafði verið við stjórnvölinn hjá Val síðan árið 2019 og segir hann margþættar ástæður fyrir því að samstarfið hafi ekki gengið upp á endanum.

„Fyrst og fremst lendum við í miklum meiðslum hjá lykilmönnum. Þegar að það gerist fjaraði undan þessu hjá okkur. Við náðum ekki, á þeim tíma, að loka á þetta og því fór sem fór,“ segir Heimir sem var fremur stuttorður um tíma sinn á Hlíðarenda.

„Þetta er bara búið og nú er ég tekinn við FH sem er að mínu mati stærsta og besta félagið á landinu, félag með geggjaða aðdáendur og við þurfum núna að reyna snúa gengi liðsins við og koma því á þann stað sem þekktist áður. Við áttum okkur hins vegar á því að það mun taka tíma og mikla vinnu.“

Fyrir síðasta tímabil voru gerðar miklar breytingar á leikmannahópi Vals. Varstu svekktur að fá ekki aðeins meiri tíma til að klára þær hugmyndir og breytingar sem þú fórst í þá? 

„Ég mat þetta þannig að til þess að ná að berjast á toppnum, til að ná að keppa við Breiðablik og Víking þurfti að fara í ákveðnar breytingar. Menn voru ekki tilbúnir að fara þá leið sem ég vildi fara. Þegar að maður er rekinn er maður aldrei sáttur, það er bara í eðli málsins en það þýðir heldur ekkert fyrir mig að spá eitthvað í þetta.

Ef ég ætla mér að þjálfa FH og spá í hvaða vitleysu ég gerði hjá Val þá myndi það aldrei ganga upp. Þetta er allt í baksýnisspeglinum og við bara höldum áfram.“

Menn læri bæði af því góða og slæma sem hendi þá.

„Ég lærði mjög mikið á þessum tíma. Maður lærir mest í mótlætinu og það var ákveðið mótlæti þarna. Ég þarf bara að nýta mér það í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar
433Sport
Í gær

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert
Hide picture