Gerard Pique, fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins er sagður hafa reynt eftir fremsta megni að ná fyrrum eiginkonu sinni, söngkonunni Shakira til baka aðeins nokkrum vikum eftir að hann batt enda á samband þeirra. Það er blaðamaður Marca sem greinir frá.
Sambandsslit Pique og Shakira voru harkaleg og segja mætti að afar köldu hafi andað á milli þeirra í kjölfarið. Þau höfðu átt í löngu ástarsambandi og eiga tvö börn saman, Til marks um það hversu harkaleg samskipti þeirra eru orðin má nefna að Shakira gaf út lag á dögunum um Pique, lag sem vakið hefur mikla athygli.
Stríð hjá Pique og Shakira heldur áfram – Hann mætti á nýjum bíl eftir nýtt lag hennar
Shakira syngur þar um að Pique hafi skipt út Ferrari og fengið sér Renault Twingo, talar hún því um sjálfa sig sem Ferrari.
Marca greinir frá því núna að skömmu eftir sambandsslit þeirra hafi Pique reynt að vinna Shakira til baka, söngkonan hafi hins vegar ekki haft áhuga á því og í kjölfarið tók Pique saman við Clöru Chia Marti.
Blaðamaður Marca er sagður hafa traustan heimildarmann nærri Pique sem segja hann hafa ákveðið að binda enda á samband sitt við Shakira í apríl á síðasta ári. Mánuði síðar, eftir að hann hafði yfirgefið heimili fjölskyldunnar, hafi hann snúið aftur og beðið Shakira um að gleyma öllu sem hafði átt sér stað og byrja upp á nýtt.