fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fyrrum undrabarn hjá Manchester United kærður fyrir nauðgun – Neitar sök í málinu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 08:00

John Cofie / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 29 ára gamli John Cofie mætti í dómsal í gær til þess að svara fyrir ásökun um nauðgun ásamt meintum samverkamanni sínum Nathan Stuart árið 2019.

Greint er frá málinu á vef The Sun þar sem Cofie er sagður hafa verið undrabarn hjá Manchester United á sínum tíma. Hann var yngsti knattspyrnumaðurinn á þeim tíma til þess að skrifa undir samning við félag að virði einnar milljónar punda, þá aðeins 14 ára gamall.

Á þeim tíma var Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins en svo fór að Cofie náði aldrei að spila fyrir aðallið Manchester United.

Hann yfirgaf Manchester United að lokum árið 2013 og lagði síðan knattspyrnuskóna á hilluna fyrir tveimur árum síðan. Samkvæmt frétt The Sun er hann enn góður vinur fyrrum liðsfélaga sinna Paul Pogba og Jesse Lingard.

Cofie neitar ásökunum um nauðgun en málið er nú tekið fyrir í dómsal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“