Ivan Fresneda er spennandi hægri bakvörður Real Valladolid sem er eftirsóttur.
Kappinn hefur verið orðaður við nokkur stórlið. The Athletic segir að leikmaðurinn standi frammi fyrir vali á milli Arsenal og Borussia Dortund.
Jafnframt heldur miðillinn því fram að Fresneda ætli sér að taka ákvörðun í dag.
Fresneda er aðeins átján ára gamall og en þykir mikið efni.
Bæði Arsenal og Dortmund eiga að hafa samþykkt að greiða fimmtán milljónir evra fyrir varnarmanninn unga.
Það lítur því út fyrir að það sé alfarið undir honum komið að taka ákvörðun úr þessu.
Á þessari leiktíð hefur Fresneda spilað tíu leiki í La Liga.