Samkvæmt Daily Mail er búið að reka Frank Lampard frá Everton.
Everton situr í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og árangurinn ekki ásættanlegur.
Um helgina tapaði liðið fyrir West Ham.
Nú hefur Everton tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum.
Lampard tók við Everton fyrir ári síðan. Hann hefur einnig stýrt Chelsea og Derby.
Everton á eftir að staðfesta tíðindin.
Uppfært 15:25
Fabrizio Romano hefur nú tekið undir tíðindin og segir tilkynningu væntanlega frá Everton.