Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu í gær.
Portúgalinn var í byrjunarliði og með fyrirliðaband liðsins í 1-0 sigri á Al-Ettifaq í gær.
Brasilíumaðurinn Anderson Talisca skoraði eina mark leiksins í gær.
Var þetta fyrsti mótsleikur Ronaldo frá því hann kom til Al-Nassr á frjálsri sölu eftir að samningi hans við Manchester United hafði verið rift.
„Fyrsti leikurinn, fyrsti sigurinn. Vel gert strákar. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning,“ skrifaði Ronaldo á Instagram eftir leik.
Al-Nassr er á toppi deildarinnar með 33 stig, stigi á undan Al-Hilal en á einnig leik til góða.