John Terry, goðsögn Chelsea, hefur útskýrt hvað fór fram á milli hans og Rafael Benitez tímabilið 2012-2013.
Terry var allt í einu orðinn varamaður undir Benitez sem entist ekki lengi í starfi en hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.
Terry og Benitez áttu enga samleið og var það að hluta til vegna þess að sá síðarnefndi gat ekki hætt að tala um tíma sinn hjá Liverpool og vildi gera nákvæmlega það sama í London.
,,Það er hægt að segja að hann hafi náð ágætis árangri, við unnum Evrópudeildina en fyrir mig þá vildi ég þróa minn leik og læra,“ sagði Terry.
,,Ég hafði séð hvernig hans taktík virkaði og svo framvegis. Þú þarft alltaf að gefa öllum sanngjarnan séns.“
,,Alveg frá fyrsta degi þá náðum við ekki saman persónulega. Á hverjum einasta fundi talaði hann um hvernig hann hafi gert þetta og hitt hjá Liverpool.“
,,Ég ræddi við hann nokkrum sinnum og sagði að hann þyrfti að hætta að tala um tímann hjá Liverpool – þú ert hjá Chelsea og það var ekki að fara vel í strákana.“