Undrabarnið Youssoufa Moukoko er ekki á förum frá Borussia Dortmund og hefur krotað undir nýjan samning.
Moukoko hefur vakið athygli stærstu liða Evrópu og hefur Chelsea reynt að fá leikmanninn í sínar raðir.
Um tíma var búist við að Chelsea myndi landa Moukoko en hann gerði í gær nýjan þriggja ára samning við Dortmund.
Samningur Moukoko átti að renna út í sumar en hann fær nú um 100 þúsund pund í vikulaun.
Moukoko er aðeins 18 ára gamall og er yngsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi.