Cristiano Ronaldo mistókst að skora í sínum fyrsta leik fyrir lið Al-Nassr í Sádí Arabíu í dag.
Ronaldo spilaði allar 90 mínúturnar er Al-Nassr vann 1-0 heimasigur á Al-Ettifaq.
Ronaldo er einn allra besti markaskorari sögunnar en kom boltanum ekki í netið að þessu sinni.
Annar góður leikmaður tryggði Al-Nassr sigur en það er hinn brasilíski Anderson Talisca.
Ronaldo er 37 ára gamall en hann gekk í raðir liðsins á frjálsri sölu á síðasta ári.