Erling Haaland er stórkostlegur leikmaður og sannaði það enn eina ferðina í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Haaland var á skotskónum er Manchester City fékk Wolves í heimsókn og vann öruggan sigur.
Norðmaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-0 sigri en annað mark hans var af vítapunktinum.
Haaland er lang markahæstur í deildinni með 25 mörk í aðeins 20 leikjum.
Annar leikur fór fram í Leeds en þar gerðu heimamenn markalaust jafntefli við Brentford.
Manchester City 3 – 0 Wolves
1-0 Erling Haaland(’40)
2-0 Erling Haaland(’50, víti)
4-0 Erling Haaland(’54)
Leeds 0 – 0 Brentford