Maður að nafni John Yems hefur verið dæmdur í 18 mánaða bann frá fótbolta en hann er fyrrum stjóri Crawley Town á Englandi.
Enska knattspyrnusambandið dæmdi Yems nýlega í 18 mánaða bann en hann er sakaður um rasisma í garð eigin leikmanna.
Leikmenn sem eru dökkir á hörund kvörtuðu yfir hegðun Yems en margir eru á því máli að bannið sé alltof stutt.
Einn af þeim er Troy Deeney, fyrrum leikmaður Watford, en hann ritar um málið í pistli hjá the sun.
Leikmenn Crawley fara svo langt og ásaka Yems um að hafa skemmt feril þeirra og voru lagðir í einelti á æfingasvæðinu.
,,Ég hafði aldrei heyrt um John Yems fyrr en í þessari viku og ég vona að ég þurfi aldrei að heyra nafn hans aftur,“ ritar Deeney sem er sjálfur dökkur á hörund.
,,Ég hef aldrei hitt þennan fyrrum stjóra Crawley og ég vona að það gerist aldrei. Ég gæti aldrei verið innan um einhvern svo fáfróðan og heimskan.“