fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Ten Hag fundaði með umboðsmanni Reus

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 20:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur fundað með umboðsmönnum stjörnunnar Marco Reus.

The Daily Mail fullyrðir þessar fregnir en Reus er samningslaus í sumar og er óljóst hvort hann framlengi.

Reus er talinn biðja um 200 þúsund pund á viku hjá Dortmund, eitthvað sem félagið á erfitt með að borga.

Reus er orðinn 33 ára gamall en hann má ræða við félög í þessum mánuði þar sem samningurinn er að renna út.

Reus hefur spilað með Dortmund í 11 ár en er þekktur meiðslapési og hefur margoft þurft að missa úr leikjum liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur