Jamie Vardy og fjölskylda urðu fyrir áfalli fyrir helgi er eldur kom upp í líkamsræktarsal við eign þeirra.
Vardy og kona hans Rebekah búa þar ásamt börnum sínum en glæsibýlið kostaði þau yfir 2,5 milljónir punda.
Fyrir helgi kviknaði í líkamsræktarstöð parsins og mun það kkosta yfir 100 þúsund pund að laga tjónið.
Hjónin á stórkostlegt heimili í Leicester og þar mátti sjá bæði rándýra líkamsræktarstöð sem og knattspyrnuvöll.
Slökkvilið var kallað á staðinn og náði að gera út um eldinn en tjónið er töluvert eins og má sjá hér fyrir neðan.