Stuðningsmaður Aston Villa á Englandi hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasisma í garð stjörnunnar Raheem Sterling.
Sterling er leikmaður Chelsea en hann mætti Villa í október í síðasta mánuði með sínu liði.
54 ára gamall maður hefur verið fundinn sekur um viðbjóðslegan rasisma í þessum leik og játar hann sök.
Maðurinn viðurkennir að hafa öskrað meiðyrði í garð Sterling í leiknum og þarf einnig að borga sekt vegna þess.
Hann má ekki mæta á leiki síns liðs næstu þrjá mánuði en ef hann verður fundinn sekur á ný er um lífstíðarbann að ræða.