Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.
Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Manchester United sem er til sölu.
„Það hefur verið mikil óánægja með eignarhaldið svo það er mikilvægt að það fáist einhver ró á það. Það þarf að vera ró utan vallar til að það náist árangur innan hans,“ segir Hörður.
Athygli vekur að minni áhugi virðist vera á að kaupa Liverpool, þar sem eigendurnir eru einnig opnir fyrir að selja.
„Það eru bara enn meiri gleðitíðindi,“ grínast Hörður.
„Þeir hafa ekki fundið rétta menn og selja því væntanlega minni hlut í félaginu en áætlað var.“
Umræðan í heild er hér að neðan.