Albert Guðmundsson hefur verið sjóðandi heitur fyrir lið Genoa á Ítalíu undanfarnar vikur.
Albert er orðinn einn af mikilvægustu leikmönnum Genoa í B-deildinni en liðið stefnir á að fara upp í A-deild.
Sóknarmaðurinn knái átti fínasta leik fyrir Genoa í dag og lagði upp mark er liðið vann 2-1 sigur á Benevento.
Albert fór af velli í seinni hálfleik en sigurmark gestanna kom þegar örstutt var eftir af leik.
Genoa situr í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, þremur stigum á eftir toppliði Frosinone.
Í sömu deild áttust við Pisa og Como þar sem Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa í 2-2 jafntefli.