Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, biður um mikluj meira frá vængmanninum Michael Olise sem leikur með félaginu.
Olise var hetja Palace í vikunni er hann jafnaði metin gegn Manchester United með frábæru aukaspyrnumarki í jafntefli.
Vieira hefur þó sent sínum manni skýr skilaboð og er ekki nógu ánægður með mikið innan vallar.
,,Hann þarf að skora fleiri mörk, hann þarf að leggja upp meira, ég vil að hann taki meiri þátt í okkar uppbyggingu,“ sagði Vieira.
,,Ég vil líka að hann sé betri varnarlega og hjálpa okkur án bolta svo það er mikið sem hann þarf að bæta en gæðin eru til staðar.“
,,Hann er með hæfileikana en þetta snýst um hversu langt hann vill ná.“