Arsenal er að ganga frá kaupum á Jakub Kiwior, 22 ára miðverði frá Spezia. Fjöldi miðla segir frá.
Kiwior mun kosta Arsenal 17,5 milljónir punda en hann verður 23 ára síðar á þessu ári.
Hann hefur spilað 37 leiki fyrir Spezia í deildinni en hann kom til félagsins frá heimalandinu árið 2021.
Kiwior á að baki A-landsleiki fyrir Pólland en hann hefur alls spilað níu sinnum fyrir þjóð sína.
Arsenal er með veskið á lofti þessa dagana því í dag mun Leandro Trossard skrifa undir. Kostar hann félagið 27 milljónir punda frá Brighton.