Craig Dawson, leikmaður West Ham, er á leið til Wolves samkvæmt heimildum enskra miðla.
Dawson hefur náð samkomulagi við Wolves en hann mun kosta félagið í kringum þrjár milljónir punda.
Um er að ræða 32 ára gamlan leikmann sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham, staðfesti það í síðustu viku að hann væri ósáttur með Wolves sem setti sig í samband við Dawson.
,,Ef við erum hreinskilnir þá reyndi Wolves að kaupa Daws í sumar og við sögðum nei á þeim tíma,“ sagði Moyes.
,,Þetta er svosem hluti af þessu, ég gæti boðið í einn leikmann þeirra eftir leikinn og vonað það besta!“
Varnarmaðurinn er að kveðja West Ham eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu en hann hefur reynst mjög öflugur liðsauki í þessi þrjú ár.