Pep Guardiola stjóri Manchester City er langt því frá að vera sáttur með stuðningsmennina sína og hvernig þeir hafa verið á þessu tímabili.
City vann 4-2 sigur á Tottenham í gær en stuðningsmenn félagsins fóru að baula á leikmennina þegar Tottenham komst í 2-0.
„Að spila án ástríðu, þá vinnum ekkert á þessu tímabili,“ sagði Guardiola nokkur reiður eftir leikinn í gær.
„Það vantaði ástríðu og vilji til þess að vinna. Það sama var hjá stuðningsmönnum okkar, þeir þögðu í 45 mínútur. Ég vil stuðningsmennina mína aftur, þeir verða að öskra.“
„Þeir bauluðu því við vorum að tapa, ekki af því við spiluðum illa. Við spiluðum vel, vorum betri.“