„Já þetta er viti, fyrir mér er þetta viti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen á Símanum í gær þegar rætt var um mögulega vítaspyrnu sem Manchester United átti að fá á miðvikudag gegn Crystal Palace. Manchester United mistókst að sækja þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er liðið mætti Crystal Palace.
Útlitið var lengi bjart fyrir gestina sem komust yfir með marki frá Bruno Fernandes á markamínútunni þeirri 43.
Staðan var 1-0 í dágóðan tíma og stefndi allt í að Man Utd myndi tryggja sér annað sæti deildarinnar. Það var hins vegar á 91. mínútu sem Palace jafnaði metin er Michael Olise kom knettinum í netið.
Skömmu fyrir jöfnunarmarkið vildi United fá vítaspyrnu þegar það virtist brotið á Scott McTominay í teignum.
Tómas Þór Þórðarson sagði skrýtið að VAR hefði tekið þessa ákvörðun og Eiður svaraði þá. „Ég var ekki þar,“ sagði Eiður léttur.
Eiður segir dóminn virka rangan frá öllum sjónarhornum, brotið sé á McTominay. „Frá öllum sjónarhornum er skrýtið að það sé ekki dæmt víti. Eftir einhverjar vikur gæti þetta orðið mjög dýrt,“ sagði Eiður en United er í þriðja sæti ensku deildarinnar.