Marcelo Bielsa hefur verið án félags í dágóðan tíma síðan hann var rekinn frá Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Bielsa er nú mögulega á leiðinni í nýtt starf og er talinn líklegastur til að taka við mexíkóska landsliðinu.
Gerardo Martino var rekinn frá Mexíkó eftir HM í Katar en gengi liðsins í mótinu var ekki ásættanlegt.
Bielsa er efstur á óskalista Mexíkó en hann náði góðum árangri með Leeds og kom liðinu upp í efstu deild.
Það væru gleðifréttir fyrir Mexíkó ef Bielsa tekur við en hann spilar mjög skemmtilegan sóknarbolta hjá sínum liðum.