Luke Shaw, bakvörður Manchester United, segir að það sé eðlilegt fyrir félagið að stefna á fernuna á þessu tímabili.
Man Utd hefur verið á góðu skriði undanfarið og vann lið Manchester City 2-1 á heimavelli um helgina.
Í kjölfarið fylgdu nokkuð svekkjandi úrslit en Man Utd gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í gær.
Rauðu Djöflarnir eiga enn möguleika á að vinna fjóra bikara í vetur og er það stefnan að sögn Shaw.
,,Þetta snýst allt um að vinna, þú getur spilað vel eða illa en þú þarft ða vinna og við höfum gert það,“ sagði Shaw.
,,Við erum enn á lífi í fjórum keppnum, við erum Manchester United og við þurfum að stefna hátt.“
,,Auðvitað er markmiðið að vinna þær allar en hvort það gerist er undir okkur komið.“