Anton Walkes, fyrrum knattspyrnumaður félaga eins og Tottenham og Portsmouth á Englandi, er látinn 25 ára að aldri.
Hann var á mála hjá Charlotte FC í Bandaríkjunum og staðfestir félagið sorgartíðindin í yfirlýsingu í dag. Þar lýsir það yfir mikilli sorg vegna andláts Walkes og vottar aðstandendum samúð.
Walkes lést af slysförum en hann var í bát sem skall saman við annan bát í nágrenni við Miami Marine leikvanginn í Flórída í Bandaríkjunum. Hann skilur eftir sig unga dóttur, Aylo og unnustu sína Alexis.
Walkes er alinn upp hjá enska stórliðinu Tottenham en lék einnig með Portsmouth á Englandi.
Auk Charlotte lék hann með Atlanta í Bandaríkjunum.
We are deeply saddened to share that Anton Walkes has tragically passed away this morning.
May he rest in peace. pic.twitter.com/8oUcHvWW6g
— Charlotte FC (@CharlotteFC) January 19, 2023