Mynd af hamborgara sem seldur var á heimavelli Rotherham hefur vakið mikla athygli.
Hamborgarinn var vægast sagt ógirnilegur og virðist í þokkabót óeldaður að hluta.
Stuðningsmaður sem keypti sér borgara birti mynd af þessu á Twitter og vakti Footy Scran, sem er vinsæll Twitter-aðgangur, athygli á því.
Þá kostaði borgarinn 4,20 pund, eða um 750 íslenskar krónur.
Margir tóku til máls undir færslunni. „Ég myndi frekar borða umbúðirnar,“ skrifaði einn.
Mynd af þessum ógirnilega hamborgara má sjá hér að neðan.