James Maddison er efstur á lista Newcastle fyrir sumarið, ætlar félagið að láta til skara skríða eftir misheppnaða tilraun síðasta sumar.
Maddison á bara ár eftir af samningi sínum við Leicester í sumar og gæti félagið neyðst til að selja hann.
Maddison átti góða spretti með Leicester fyrir áramót en hefur glímt við meiðsli.
Fabrizo Romano segir að Newcastle hafi gríðarlegan áhuga á að fá Maddison í sumar en ekkert muni gerast í janúar.
Maddison er 26 ára gamall en hann hefur átt mörg góð ár hjá Leicester eftir að félagið keypti hann frá Norwich.