Heimildarmenn Sky Sports segja Harry Maguire fyrirliða Manchester United ekki hafa einn einasta áhuga á því að ganga í raðir West Ham nú í janúar.
West Ham leitar leiða til að styrkja hóp sinn og hefur Maguire verið orðaður við Hamrana.
Sky Sports heldur því hins vegar fram að Maguire hafi engan áhuga á því og ætli að klára tímabilið á Old Trafford.
Maguire er þó í klandri á Old Trafford því Erik ten Hag stjóri liðsins virðist ekki treysta honum, Maguire byrjar flesta leiki á bekknum.
Maguire var fyrr í janúar orðaður við Aston Villa en hann sást í nágrenni við æfingasvæði félagsins að fá sér að borða.
Maguire hafði þá nýlokið golfhring á hinum fræga, Belfry velli sem var ástæðan fyrir dvöl hans í kringum Birmingham borgina.